Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:17 Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun