Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 13:15 Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfbærni Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun