Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 13:15 Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfbærni Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar