„Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 16:49 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Arnar Pétursson er ánægður að hafa tilkynnt leikmannahóp fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta sem Ísland tekur þátt í. Mótið hefst í lok mánaðar. Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira