Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:03 Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum við Tyrkland í febrúar. Getty/Arife Karakum Craig Pedersen hefur valið sextán leikmenn í íslenska landsliðið í körfubolta fyrir leikina tvo við Ítalíu í undankeppni EM, 22. og 25. nóvember. Liðið þarf að spjara sig án Martins Hermannssonar sem er meiddur. Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira
Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira