Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2024 13:02 Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjarvinna Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar