„Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 18:17 Valur hefur átt erfitt uppdráttar. Vísir/Diego „Ekkert lið hefur verið betra en Valur í því að taka inn leikmenn, hver sem það er og hversu góðir sem þeir eru,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira