Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar 4. nóvember 2024 12:32 Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun