Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar 4. nóvember 2024 12:32 Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar