Verkin og vinnusemin tala sínu máli Einar Bárðarson skrifar 3. nóvember 2024 21:31 Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Það er frábært að eiga menningarmálaráðherra sem tilbúin að taka slaginn í þágu menningarmála, standa með menningunni í blíðu jafnt sem stríðu eins og í heimsfaraldrinum, og er tilbúin að bretta upp ermar og koma hlutum í verk líkt og listinn hér að neðan er til vitnis um, en hann er langt í frá tæmandi. Taktfastari tónlistarumhverfi Ný tónlistarstefna til ársins 2030 markaði vatnaskil fyrir umhverfi tónlistar á Íslandi, þar sem hlúð er meðal annars að tónlistarmenntun og markvissum útflutningi á íslenskri tónlist. Ný heildarlög um tónlist urðu að veruleika og langþráð Tónlistarmiðstöð sömuleiðis. En hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við samstarf milli tónlistarfólks, menntastofnana og atvinnulífsins, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni og sýnileika íslenskrar tónlistar bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Nýr og öflugri Tónlistarsjóður leikur þar lykilhlutverk sem er hluti af þessum breytingum. Kvikmyndagerð á Íslandi orðin heilsársatvinnugrein Það hefur nánast verið lygilegt að fylgjast með þeim mikla krafti sem hefur ruðst fram umliðnum árum í kvikmyndagerð á Íslandi víða um land. Ný kvikmyndastefna til ársins 2030 hefur eflt umhverfi kvikmyndagerðar hér á landi til muna og velta stóraukist. Endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð var hækkað úr 25% í 35%. Fyrstu kvikmyndadeild landsins á háskólastigi við Listaháskóla Íslands var komið á laggirnar og framlög til náms í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi voru hækkuð. Starfslaunasjóður kvikmyndahöfunda verður að veruleika á næsta ári eftir breytingar á lögum um starfslaun listamanna og unnið er að menningarframlagi streymisveitna sem er ætlað að efla innlenda kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Það hefur síðan líka bara verið gaman að sjá svo mikið af hæfileikaríku fólki hérlendis getað unnið allt árið um kring í kvikmyndagerð og tengdum greinum. Bókaþjóðin Að sama skapi hefur verið hrint til framkvæmdar aðgerðum til þess að efla bókmenntaumhverfið hér á landi. 25% endurgreiðslur vegna bókaútgáfu á íslensku hafa skipt þar sköpum, styrking listamannalauna, efling bókasafna og stofnun barna- og ungmennabókasjóðs eru dæmi um aðgerðir sem ráðist hefur verið í. Þá mun ný bókmenntastefna til ársins 2030 varða leiðina lengra fram á við en meginmarkmið hennar er að stuðla að sköpun á íslensku, aðgengi að fjölbreyttu efni á og treysta með því stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu ásamt því að auknum lestur sem víðast í samfélaginu, með sérstakri áherslu á unga lesendur. Ofangreind atriði eru dæmi um verulegar breytingar á umgjörð menningarmála sem ráðist hefur verið í. Sem reyndur umboðsmaður sem hefur séð tímanna tvenna í þessum bransa get ég ekki annað en glaðst, enda grundvallast sjálfsmynd okkar að stórum hluta á menningu okkar og tungu og það skiptir því máli að hlúa að þeim af einhverri alvöru, en ekki mæta bara í partýin þegar vel gengur. Til gamans má beitti Lilja sér líka af fullum þunga fyrir því að ChatGPT tali íslensku með snilldarbrag. 12 stig á það. Hún kynnti myndlistarstefnu til 2030 og stofnaði nýja myndlistarmiðstöð sem hefur stærra hlutverk innanlands. Einnig var sviðslistamiðstöð stofnuð og unnið að sviðslistastefnu til 2030. Lilja lagði einnig fram frumvarp um Þjóðaróperu fyrir Alþingi og tryggði fyrsta kjarasamninginn fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur stutt við starfsemi Íslenska dansflokksins og aðstöðu sjálfstæðra sviðslistahópa í Reykjavík. Á sviði kvikmynda kynnti hún kvikmyndastefnu til 2030 og lagði frumvarp um menningarframlag streymisveitna til að styrkja kvikmyndasjóð. Endurgreiðsla til stærri kvikmyndaverkefna hækkaði í 35%, og nýr styrkjaflokkur fyrir sjónvarpsefni var stofnaður innan kvikmyndasjóðs. Lilja hefur einnig unnið að því að efla menningu og skapandi greinar um allt land, með áherslu á að tryggja aðgengi að listsköpun og menningu fyrir alla. Hún hefur lagt áherslu á jafnrétti í lista- og menningarstarfi, og að styðja listsköpun fatlaðs fólks. Með þessum aðgerðum hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir stuðlað að vexti og þróun menningar og skapandi greina á Íslandi, sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Höfundur skipar 2. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Einar Bárðarson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Það er frábært að eiga menningarmálaráðherra sem tilbúin að taka slaginn í þágu menningarmála, standa með menningunni í blíðu jafnt sem stríðu eins og í heimsfaraldrinum, og er tilbúin að bretta upp ermar og koma hlutum í verk líkt og listinn hér að neðan er til vitnis um, en hann er langt í frá tæmandi. Taktfastari tónlistarumhverfi Ný tónlistarstefna til ársins 2030 markaði vatnaskil fyrir umhverfi tónlistar á Íslandi, þar sem hlúð er meðal annars að tónlistarmenntun og markvissum útflutningi á íslenskri tónlist. Ný heildarlög um tónlist urðu að veruleika og langþráð Tónlistarmiðstöð sömuleiðis. En hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við samstarf milli tónlistarfólks, menntastofnana og atvinnulífsins, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni og sýnileika íslenskrar tónlistar bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Nýr og öflugri Tónlistarsjóður leikur þar lykilhlutverk sem er hluti af þessum breytingum. Kvikmyndagerð á Íslandi orðin heilsársatvinnugrein Það hefur nánast verið lygilegt að fylgjast með þeim mikla krafti sem hefur ruðst fram umliðnum árum í kvikmyndagerð á Íslandi víða um land. Ný kvikmyndastefna til ársins 2030 hefur eflt umhverfi kvikmyndagerðar hér á landi til muna og velta stóraukist. Endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð var hækkað úr 25% í 35%. Fyrstu kvikmyndadeild landsins á háskólastigi við Listaháskóla Íslands var komið á laggirnar og framlög til náms í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi voru hækkuð. Starfslaunasjóður kvikmyndahöfunda verður að veruleika á næsta ári eftir breytingar á lögum um starfslaun listamanna og unnið er að menningarframlagi streymisveitna sem er ætlað að efla innlenda kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Það hefur síðan líka bara verið gaman að sjá svo mikið af hæfileikaríku fólki hérlendis getað unnið allt árið um kring í kvikmyndagerð og tengdum greinum. Bókaþjóðin Að sama skapi hefur verið hrint til framkvæmdar aðgerðum til þess að efla bókmenntaumhverfið hér á landi. 25% endurgreiðslur vegna bókaútgáfu á íslensku hafa skipt þar sköpum, styrking listamannalauna, efling bókasafna og stofnun barna- og ungmennabókasjóðs eru dæmi um aðgerðir sem ráðist hefur verið í. Þá mun ný bókmenntastefna til ársins 2030 varða leiðina lengra fram á við en meginmarkmið hennar er að stuðla að sköpun á íslensku, aðgengi að fjölbreyttu efni á og treysta með því stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu ásamt því að auknum lestur sem víðast í samfélaginu, með sérstakri áherslu á unga lesendur. Ofangreind atriði eru dæmi um verulegar breytingar á umgjörð menningarmála sem ráðist hefur verið í. Sem reyndur umboðsmaður sem hefur séð tímanna tvenna í þessum bransa get ég ekki annað en glaðst, enda grundvallast sjálfsmynd okkar að stórum hluta á menningu okkar og tungu og það skiptir því máli að hlúa að þeim af einhverri alvöru, en ekki mæta bara í partýin þegar vel gengur. Til gamans má beitti Lilja sér líka af fullum þunga fyrir því að ChatGPT tali íslensku með snilldarbrag. 12 stig á það. Hún kynnti myndlistarstefnu til 2030 og stofnaði nýja myndlistarmiðstöð sem hefur stærra hlutverk innanlands. Einnig var sviðslistamiðstöð stofnuð og unnið að sviðslistastefnu til 2030. Lilja lagði einnig fram frumvarp um Þjóðaróperu fyrir Alþingi og tryggði fyrsta kjarasamninginn fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur stutt við starfsemi Íslenska dansflokksins og aðstöðu sjálfstæðra sviðslistahópa í Reykjavík. Á sviði kvikmynda kynnti hún kvikmyndastefnu til 2030 og lagði frumvarp um menningarframlag streymisveitna til að styrkja kvikmyndasjóð. Endurgreiðsla til stærri kvikmyndaverkefna hækkaði í 35%, og nýr styrkjaflokkur fyrir sjónvarpsefni var stofnaður innan kvikmyndasjóðs. Lilja hefur einnig unnið að því að efla menningu og skapandi greinar um allt land, með áherslu á að tryggja aðgengi að listsköpun og menningu fyrir alla. Hún hefur lagt áherslu á jafnrétti í lista- og menningarstarfi, og að styðja listsköpun fatlaðs fólks. Með þessum aðgerðum hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir stuðlað að vexti og þróun menningar og skapandi greina á Íslandi, sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Höfundur skipar 2. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun