„Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. október 2024 21:34 Ísak Wium er þjálfari ÍR í Bónus-deildinni. Vísir/Pawel Ísak Wium þjálfari ÍR sagði lengsta góða kafla liðsins í vetur ekki hafa dugað gegn Álftnesingum í kvöld. ÍR tapaði sínum fimmta leik í röð eftir skelfilegan fjórða leikhluta. „Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
„Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira