Kveðja frá „lata“ kennaranum sem er „alltaf í fríi“ Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 26. október 2024 07:32 Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun