Fátæktarvesöld – veröld sem er Unnur Hrefna Jóhanndóttir skrifar 17. október 2024 09:01 Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun