Segist ekki ætla að fara Jordan eða Kobe leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 13:32 Anthony Edwards varð sér úti um mikla reynslu þegar hann lék með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Jamie Squire Bandaríski körfuboltamaðurinn Anthony Edwards gerir tilkall til að verða eitt af andlitum NBA deildarinnar en hann ætlar ekki að taka sér þá Michael Jordan eða Kobe Bryant til fyrirmyndar í einu. Edwards er þegar orðinn aðalstjarna Minnesota Timberwolves og var líka í stóru hlutverki í gullverðlaunaliði Bandaríkjanna á síðustu Ólympíuleikum í París í sumar. Edwards var með 25,9 stig, 5,4 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Timberwolves á síðasta tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Hann hefur hækkað meðalskor sitt á hverju tímabili og er mikil skemmtikraftur og tilþrifakarl inn á gólfinu. Jordan og Kobe voru báðir andlit NBA í langan tíma en Edwards vill ekki vera eins og þeir þegar kemur að því að leiða sín lið inn á vellinum. Edwards telur ekki rétt að drulla yfir liðsfélaga sína ef þeir gera mistök. Eitthvað sem þeir Jordan og Kobe voru báðir þekktir fyrir ef þeir þá yrtu á liðsfélaga sína yfir höfuð. „Ég get verið samnála því að vera ósammála þeim. Allir eru ólíkir í leiknum í dag og þú getur ekki talað eins við alla,“ sagði Anthony Edwards sem hefur fengið hrós fyrir góða leiðtogahæfileika. „Þú verður að tala öðruvísi við suma leikmenn en aðra. Sumir leikmenn geta tekið þessu. Ég get látið þá heyra það ef þeir eru ekki að standa sig,“ sagði Edwards. „Með suma leikmenn þá verður þú að ræða málin í einrúmi. Þú getur ekki bölvað þeim fyrir framan alla,“ sagði Edwards. Edwards er enn bara 23 ára gamall og er því rétt að byrja feril sinn. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Edwards er þegar orðinn aðalstjarna Minnesota Timberwolves og var líka í stóru hlutverki í gullverðlaunaliði Bandaríkjanna á síðustu Ólympíuleikum í París í sumar. Edwards var með 25,9 stig, 5,4 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Timberwolves á síðasta tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Hann hefur hækkað meðalskor sitt á hverju tímabili og er mikil skemmtikraftur og tilþrifakarl inn á gólfinu. Jordan og Kobe voru báðir andlit NBA í langan tíma en Edwards vill ekki vera eins og þeir þegar kemur að því að leiða sín lið inn á vellinum. Edwards telur ekki rétt að drulla yfir liðsfélaga sína ef þeir gera mistök. Eitthvað sem þeir Jordan og Kobe voru báðir þekktir fyrir ef þeir þá yrtu á liðsfélaga sína yfir höfuð. „Ég get verið samnála því að vera ósammála þeim. Allir eru ólíkir í leiknum í dag og þú getur ekki talað eins við alla,“ sagði Anthony Edwards sem hefur fengið hrós fyrir góða leiðtogahæfileika. „Þú verður að tala öðruvísi við suma leikmenn en aðra. Sumir leikmenn geta tekið þessu. Ég get látið þá heyra það ef þeir eru ekki að standa sig,“ sagði Edwards. „Með suma leikmenn þá verður þú að ræða málin í einrúmi. Þú getur ekki bölvað þeim fyrir framan alla,“ sagði Edwards. Edwards er enn bara 23 ára gamall og er því rétt að byrja feril sinn. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira