Endursala stórnotenda er engin töfralausn Tinna Traustadóttir skrifar 11. október 2024 10:02 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar