Taka flugið til Tyrklands Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 10:17 Fyrsta flug Play til Antalya verður farið 15. apríl á næsta ári. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að Antalya bjóði upp á heillandi blöndu af sögu, menningu og náttúru, sem geri borgina að einum af aðaláfangastöðunum við Miðjarðahafið. „Þar er hægt að ganga um götur Kaleici-hverfisins og virða fyrir sér byggingarstíl frá tímum Ottómana á sama tíma og hægt er að skoða spennandi verslanir og bregða sér á sjarmerandi kaffihús. Þeir sem sækja í afslöppun munu eiga góðar stundir á Konyaalti og Lara-ströndunum. Náttúruunnendur geta einnig virt fyrir sér Düden-fossana og hina fornu borg Termessos sem veitir mikilvæga innsýn í sögu Tyrklands. Antalya er einnig frábær áfangastaður fyrir kylfinga en í hálftíma fjarlægð frá borginni er bærinn Belek sem er frægur fyrir golfvelli sína sem eru á heimsmælikvarða. Í Antalya má einnig finna skemmtigarðinn The Land of Legends sem er einn af þeim stærstu og glæsilegustu í Tyrklandi. Þar má finna vatnsrennibrautir, rússíbana, sýningar, verslanir og veitingastaði,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play að Antalya sé einstaklega áhugaverður áfangastaður sem muni vafalaust laða að marga Íslendinga á næsta ári. „Borgin mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Tyrklands sem og þá sem vilja magnaða sólarlandaupplifun. Við höfum það að markmiði að bjóða eina flottustu sólarlandaáætlun sem völ er á og styrkjum hana enn frekar með þessum frábæra áfangastað,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að Antalya bjóði upp á heillandi blöndu af sögu, menningu og náttúru, sem geri borgina að einum af aðaláfangastöðunum við Miðjarðahafið. „Þar er hægt að ganga um götur Kaleici-hverfisins og virða fyrir sér byggingarstíl frá tímum Ottómana á sama tíma og hægt er að skoða spennandi verslanir og bregða sér á sjarmerandi kaffihús. Þeir sem sækja í afslöppun munu eiga góðar stundir á Konyaalti og Lara-ströndunum. Náttúruunnendur geta einnig virt fyrir sér Düden-fossana og hina fornu borg Termessos sem veitir mikilvæga innsýn í sögu Tyrklands. Antalya er einnig frábær áfangastaður fyrir kylfinga en í hálftíma fjarlægð frá borginni er bærinn Belek sem er frægur fyrir golfvelli sína sem eru á heimsmælikvarða. Í Antalya má einnig finna skemmtigarðinn The Land of Legends sem er einn af þeim stærstu og glæsilegustu í Tyrklandi. Þar má finna vatnsrennibrautir, rússíbana, sýningar, verslanir og veitingastaði,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play að Antalya sé einstaklega áhugaverður áfangastaður sem muni vafalaust laða að marga Íslendinga á næsta ári. „Borgin mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Tyrklands sem og þá sem vilja magnaða sólarlandaupplifun. Við höfum það að markmiði að bjóða eina flottustu sólarlandaáætlun sem völ er á og styrkjum hana enn frekar með þessum frábæra áfangastað,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira