Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 6. október 2024 13:31 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar