Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 10:45 Starfsmaður í verksmiðju SAIC Maxus í Kína. ESB gæti lagt allt að sjö prósent toll á Teslur sem eru framleiddar í Kína og 34,3 prósent á SAIC og aðra framleiðendur sem ESB telur ósamvinnuþýða í rannsókn á ríkisstuðningi við framleiðsluna. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum. Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent