Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. október 2024 10:23 Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með sannfærandi sigri á Sögu í 5. umferð. Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hélt áfram á fimmtudagskvöld með tveimur leikjum þar sem Rafík sigraði Sögu 2-0 og Þór afgreiddi Kano, einnig 2-0. Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign Rafík og Sögu í beinni og spenntust allir upp þegar Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með því að „jarðsetja“ Sögu í seinni leiknum þar sem lokatölur voru 13 - 7. Þegar fjórir leikir eru að baki í umferðinni hafa litlar breytingar orðið á stigatöflunni síðan á þriðjudag. Dusty hefur þó vikið niður í 2. sæti fyrir Þór sem trónir á toppnum í augnablikinu og Rafík er komið í 7. sæti úr 9. eftir sögulegan sigur á Sögu í gær. Þó ber að hafa í huga að Dusty og Veca eiga leik til góða því umferðinni lýkur ekki fyrr en annað kvöld, laugardaginn 5. október, með frestuðum leik liðanna. Sjötta umferð hefst síðan með einum leik, þegar Dusty og Ármann mætast, þriðjudaginn 8. október. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Hattar, Kano og Venus, Sögu og Veca og Rafík lendir síðan væntanlega í brattri brekku á móti Þór. Rafíþróttir Tengdar fréttir Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn
Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign Rafík og Sögu í beinni og spenntust allir upp þegar Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með því að „jarðsetja“ Sögu í seinni leiknum þar sem lokatölur voru 13 - 7. Þegar fjórir leikir eru að baki í umferðinni hafa litlar breytingar orðið á stigatöflunni síðan á þriðjudag. Dusty hefur þó vikið niður í 2. sæti fyrir Þór sem trónir á toppnum í augnablikinu og Rafík er komið í 7. sæti úr 9. eftir sögulegan sigur á Sögu í gær. Þó ber að hafa í huga að Dusty og Veca eiga leik til góða því umferðinni lýkur ekki fyrr en annað kvöld, laugardaginn 5. október, með frestuðum leik liðanna. Sjötta umferð hefst síðan með einum leik, þegar Dusty og Ármann mætast, þriðjudaginn 8. október. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Hattar, Kano og Venus, Sögu og Veca og Rafík lendir síðan væntanlega í brattri brekku á móti Þór.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn
Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52