Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar 2. október 2024 07:32 Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun