Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. október 2024 22:01 Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun