Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. október 2024 22:12 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón. Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón.
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira