Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. október 2024 22:12 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón. Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón.
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira