Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 09:41 Nýju starfsmennirnir fimm hjá PLAIO. PLAIO Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum. Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“ Vistaskipti Lyf Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“
Vistaskipti Lyf Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira