Fríar skólamáltíðir séu skammgóður vermir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2024 12:01 Verð í mötuneytum lækkaði um 35,9% milli mánaða og er verðlækunnin að miklu leyti vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu. Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“ Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“
Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira