Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 12:17 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur SA. Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur. Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur.
Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun