Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlunum Þórarinn Torfi Finnbogason skrifar 26. september 2024 10:31 Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar