„Þetta reddast“ og heilsan að húfi? Alexander Aron Guðjónsson og Ásta Logadóttir skrifa 23. september 2024 09:31 Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun