„Þetta reddast“ og heilsan að húfi? Alexander Aron Guðjónsson og Ásta Logadóttir skrifa 23. september 2024 09:31 Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun