Ómarktæk skoðanakönnun Marinó G. Njálsson skrifar 20. september 2024 10:02 Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanakannanir Orkumál Marinó G. Njálsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar