Akureyrarbær greiðir götu kvennaathvarfs á Akureyri eins og kostur er Ásthildur Sturludóttir skrifar 19. september 2024 07:31 Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir Skoðun Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason Skoðun Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Lygar sem kosta mannslíf Jón Frímann Jónsson Skoðun Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn Skoðun Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir ,Gerður María Gröndal Skoðun Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir Skoðun Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna ekki að kjósa strax? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson skrifar Skoðun Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Haltu Lífi! - Öll börn eru okkar börn! Baldur Einarsson skrifar Skoðun Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Lygar sem kosta mannslíf Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hundalógík ríkisstjórnarinnar Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar Skoðun Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Á sama tíma, á sama stað Ólöf Guðmundsdóttir,Friðrik Árnason skrifar Skoðun Mikið væri það ljúft Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar Skoðun Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir ,Gerður María Gröndal skrifar Skoðun Arðsemi vetrarþjónustu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Endursala stórnotenda er engin töfralausn Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Er okur á leigumarkaði? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Skynsamleg orkunýting Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Tímamót fyrir kvenheilsu Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Hver á að mennta barnið mitt? Ólöf Ása Benediktsdóttir skrifar Skoðun Óþarfa steinar í götunni Teitur Björn Einarsson skrifar Skoðun Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Heyrn er mannréttindi Kristbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér í dag? Hildur Vilhelmsdóttir skrifar Skoðun Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar Skoðun Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra Ottó Elíasson skrifar Sjá meira
Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri
Skoðun Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar