„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 20:31 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira