Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 14:02 Pep Guardiola smellir kossi á Englandsmeistarabikarinn sem hann þekkir svo vel, en Manchester City hefur unnið titilinn fjögur ár í röð. Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ánægður með það að réttarhöld yfir félaginu geti hafist á mánudaginn, vegna 115 meintra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október. Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október.
Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira