Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 20:02 Göran Dahlgren var meðal þeirra sem tóku þátt í málþinginu. Vísir/Einar Sérfræðingur segir Íslendinga þurfa hafa varann á hvað varðar einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB segir vanfjármögnun stjórnvalda meðal annars skýra langa biðlista eftir aðgerðum. Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Sjá meira
Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Sjá meira