Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. september 2024 20:33 Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Fjárframlagið hefur verið veitt úr ríkissjóði frá 2007 og má rekja til kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2005, þegar verkalýðshreyfingin slakaði á launakröfum gegn því að ríkið stigi inn með aðgerðum til að jafna þann aðstöðumun sem lífeyrissjóðir búa við vegna misjafnrar tíðni örorku. Það gefur auga leið að því meiri sem örorkutíðni er hjá lífeyrissjóði, því minni er geta sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Mest er örorkubyrðin hjá sjóðum verkafólks sem vinnur slítandi störf, en í dag renna meira en 60% jöfnunarframlagsins til sjóðanna Gildis, Festu og Stapa. Gildi og Festa hafa varið framlaginu beint til aukinnar réttindaávinnslu um sem nemur 3,6% af iðgjöldum sjóðfélaga. Með algeru afnámi framlagsins mun réttindaávinnslan lækka sem þessu nemursem er bein árás á lífeyrisréttindi erfiðisvinnufólks og láglaunafólks. Við það verður ekki unað og um slíkt verður enginn friður á Alþingi. Samfylkingin starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson Skoðun Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólíkt hefst fólk að Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar Skoðun Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar Skoðun Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Burt með mismunun! Skúli Helgason skrifar Skoðun Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er enn tími… Svanhildur Bogadóttir skrifar Skoðun Fjárfesting í þágu barna Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar Skoðun JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun „Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Mörkin lögmannsstofa: Áskorun til núverandi stjórnarmanna Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Palestína, háskólar og (af)nýlenduvædd rými Jovana Pavlović skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Fjárframlagið hefur verið veitt úr ríkissjóði frá 2007 og má rekja til kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2005, þegar verkalýðshreyfingin slakaði á launakröfum gegn því að ríkið stigi inn með aðgerðum til að jafna þann aðstöðumun sem lífeyrissjóðir búa við vegna misjafnrar tíðni örorku. Það gefur auga leið að því meiri sem örorkutíðni er hjá lífeyrissjóði, því minni er geta sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Mest er örorkubyrðin hjá sjóðum verkafólks sem vinnur slítandi störf, en í dag renna meira en 60% jöfnunarframlagsins til sjóðanna Gildis, Festu og Stapa. Gildi og Festa hafa varið framlaginu beint til aukinnar réttindaávinnslu um sem nemur 3,6% af iðgjöldum sjóðfélaga. Með algeru afnámi framlagsins mun réttindaávinnslan lækka sem þessu nemursem er bein árás á lífeyrisréttindi erfiðisvinnufólks og láglaunafólks. Við það verður ekki unað og um slíkt verður enginn friður á Alþingi. Samfylkingin starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun