Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 12:59 Fiskbúðin er á horni Sundlaugavegs og Gullteigs. Aðsend Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. „Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“ Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Sjá meira
„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“
Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Sjá meira
Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40