Húsnæði og verðbólga Runólfur Ágústsson skrifar 2. september 2024 15:31 Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Húsnæðismál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar