Staða barnafólks á Íslandi Steindór Örn Gunnarsson, Agla Arnars Katrínardóttir, Agnes Lóa Gunnarsdóttir, Árni Dagur Andrésson, Hildur Agla Ottadóttir, Kári Freyr Kane og Oddur Sigþór Hilmarsson skrifa 29. ágúst 2024 18:32 Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun