Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Eimskip Hafnarmál Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun