Ég skil ekki Ævar Þór Benediktsson skrifar 26. ágúst 2024 08:00 Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar