Hið heilaga laufblað Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2024 12:32 Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun