Takk Agnes fyrir að standa með konum í neyð Rósa Björg Brynjarsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 15:31 Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar