Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 10:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni. Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni.
Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31