Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn á Íslandi - nú þarf að vanda til verka Guðrún E. Gunnarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir og Ludvig Guðmundsson skrifa 18. ágúst 2024 09:59 Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun