Krossinn er fallegur 16. ágúst 2024 05:01 Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar