Krossinn er fallegur 16. ágúst 2024 05:01 Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar