Miðaldra á hjúkrunarheimili! Jóhanna Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:01 Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun