Drykkjufólk er ekki bara leiðinlegt Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun