Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 08:30 Útlitið var dökkt í kauphöllinni í Tókýó í gær en hlutabréfaverð tók fljótt við sér í dag. AP/Shohei Miyano/Kyodo News Nikkei-hlutabréfavísitalan japanska skaust upp um rúm tíu stig í dag, aðeins sólarhring eftir mesta hrun hennar í hátt í fjóra áratugi sem skók vestræna hlutabréfamarkaði. Aðrir asískir markaðir tóku einnig við sér eftir minni lækkun. Lækkunin í Asíu í gær, fyrst og fremst í Japan þar sem Nikkei hrundi um meira en tólf prósent, hafði í för með sér keðjuverkun á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Hún var rakin til áhyggna af efnahagshorfum í Bandaríkjunum eftir að atvinnuleysistölur sem voru gefnar út á föstudag voru ekki í samræmi við væntingar. Sviptingarnar þóttu minna á hrun sem átti sér stað árið 1987 sem breiddi úr sér um allan heim. Stephen Innes frá SPI Asset Management líkir hækkuninni í dag við björgunarbát í viðtali við AP-fréttastofuna. Oft sé stutt milli hláturs og gráturs á mörkuðunum. „Hraðar vendingar hlutabréfaviðskipta geta breytt því sem virðist skelfileg staða í hverfula minningu sem menn hlæja oft að í kauphöllinni daginn eftir,“ segir Innes. Nikkei-vísitalan stendur nú 7,7 prósent hærra en hún gerði fyrir ári en níu prósentum lægra en hún gerði fyrir þremur mánuðum. Japan Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Lækkunin í Asíu í gær, fyrst og fremst í Japan þar sem Nikkei hrundi um meira en tólf prósent, hafði í för með sér keðjuverkun á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Hún var rakin til áhyggna af efnahagshorfum í Bandaríkjunum eftir að atvinnuleysistölur sem voru gefnar út á föstudag voru ekki í samræmi við væntingar. Sviptingarnar þóttu minna á hrun sem átti sér stað árið 1987 sem breiddi úr sér um allan heim. Stephen Innes frá SPI Asset Management líkir hækkuninni í dag við björgunarbát í viðtali við AP-fréttastofuna. Oft sé stutt milli hláturs og gráturs á mörkuðunum. „Hraðar vendingar hlutabréfaviðskipta geta breytt því sem virðist skelfileg staða í hverfula minningu sem menn hlæja oft að í kauphöllinni daginn eftir,“ segir Innes. Nikkei-vísitalan stendur nú 7,7 prósent hærra en hún gerði fyrir ári en níu prósentum lægra en hún gerði fyrir þremur mánuðum.
Japan Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00