Frestun á afgreiðslu Samgönguáætlunar er fagnaðarefni Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 22. júlí 2024 15:31 Ástand vega í Dalabyggð er bágborið í öllum samanburði við aðra landshluta og er þar efstur á blaði þessa dagana þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur í gegnum Dali. Nú er komin 22. júlí og ekki er enn farið að leggja slitlag á þá vegbúta sem slitlag var heflað ofan af í vor og þar með var „endurheimtur“ malarvegur á þeim köflum þjóðvegarins sem um ræðir. Viðkomandi kaflar hafa orðið verri og verri á liðnum dögum og vikum og átti ég t.a.m. samtal við reyndan flutningabílstjóra á dögunum, sem keyrir veginn oft í viku, sem sagði mér að hann hefði sjaldan á sínum ferli og á þeirri löngu leið sem hann ferðast um upplifað jafn vondan veg og hér um ræðir og já, árið er 2024 gott fólk. Við í Dölum upplifum sinnuleysi þeirra sem stjórna málum og virðingarleysi gagnvart vegfarendum, hvort sem um er að ræða heimafólk í Dölum, atvinnubílstjóra eða ferðamenn og því vil ég segja, og rétt að árétta að það er mín persónulega skoðun, að ég fagna því að fyrirliggjandi tillaga að Samgönguáætlun fyrir komandi ár hafi ekki fengið afgreiðslu á vorþingi og frestast til haustsins. Þar með gefst tækifæri til að leiðrétta þann halla sem við á Vesturlandi höfum margítrekað „flaggað“ að sé í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og hafa Alþingismenn kjördæmisins sem og aðrir aðilar máls fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á því það eru ekki bara vegir í Dölum sem þarfnast aðhlynningar heldur einnig t.a.m. vegur 54, Snæfellsnesvegur. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á haustmánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Treysti ég því einnig að nýr innviðaráðherra leggi sitt af mörkum og sýni okkar stöðu og þeim aðstöðumun sem við í Dölum og á Vesturlandi búum við. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda og viðhaldsverkefna því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg sem síaukin umferð er um enda leiðin og landslag við hana ægifagurt. Einnig höfum við kynnt tillögur okkar að forgangsröðun framkvæmda hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Sjá hér slóð á skýrsluna. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta og ágæti lesandi, bilið breikkar dag frá degi og í raun er neyðarástand á þjóðvegi 60 í gegnum Dali eins og undirritaður hefur marg ítrekað nefnt í ræðu og riti. Það er sóknarhugur í okkur í Dalabyggð, mannlífið er kröftugt og frumkvæði einstaklinga mikið samanber verkefnið DalaAuð sem úthlutað hefur styrkjum til frumkvæðisverkefna sem mörg hver eru komin á gott skrið. Einnig erum við í innviðaverkefnum á vegum sveitarfélagsins sem styrkja munu Dalabyggð sem búsetuvalkosts til framtíðar, sbr. uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal sem framkvæmdir eru að hefjast við og stefnt er að taka í notkun í ársbyrjun 2026. Svo það sé enn ítrekað þá er verk að vinna í vegamálum, ekki síst hvað viðhald varðar á landsbyggðinni. Ég hef minni áhyggjur af ákveðnum „gæluverkefnum“ í og við höfuðborgarsvæðið og bið ég áhugafólk um þau verkefni hér fyrir fram afsökunar á þeirri skoðun minni. Ég hvet alla sem að málaflokknum koma, og þá sérstaklega þá sem útdeila fjármagni og stjórna forgangsröðun, til að bretta upp ermar, hagsmunum landsbyggðar til heilla sem og til að auka umferðaröryggi því við hljótum að vilja og ætla að stöðva þá óheillaþróun sem orðið hefur í tíðni alvarlegra umferðarslysa sem mörg hver má rekja til skelfilegs ástands í vegamálum – aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Samgöngur Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ástand vega í Dalabyggð er bágborið í öllum samanburði við aðra landshluta og er þar efstur á blaði þessa dagana þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur í gegnum Dali. Nú er komin 22. júlí og ekki er enn farið að leggja slitlag á þá vegbúta sem slitlag var heflað ofan af í vor og þar með var „endurheimtur“ malarvegur á þeim köflum þjóðvegarins sem um ræðir. Viðkomandi kaflar hafa orðið verri og verri á liðnum dögum og vikum og átti ég t.a.m. samtal við reyndan flutningabílstjóra á dögunum, sem keyrir veginn oft í viku, sem sagði mér að hann hefði sjaldan á sínum ferli og á þeirri löngu leið sem hann ferðast um upplifað jafn vondan veg og hér um ræðir og já, árið er 2024 gott fólk. Við í Dölum upplifum sinnuleysi þeirra sem stjórna málum og virðingarleysi gagnvart vegfarendum, hvort sem um er að ræða heimafólk í Dölum, atvinnubílstjóra eða ferðamenn og því vil ég segja, og rétt að árétta að það er mín persónulega skoðun, að ég fagna því að fyrirliggjandi tillaga að Samgönguáætlun fyrir komandi ár hafi ekki fengið afgreiðslu á vorþingi og frestast til haustsins. Þar með gefst tækifæri til að leiðrétta þann halla sem við á Vesturlandi höfum margítrekað „flaggað“ að sé í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og hafa Alþingismenn kjördæmisins sem og aðrir aðilar máls fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á því það eru ekki bara vegir í Dölum sem þarfnast aðhlynningar heldur einnig t.a.m. vegur 54, Snæfellsnesvegur. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á haustmánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Treysti ég því einnig að nýr innviðaráðherra leggi sitt af mörkum og sýni okkar stöðu og þeim aðstöðumun sem við í Dölum og á Vesturlandi búum við. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda og viðhaldsverkefna því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg sem síaukin umferð er um enda leiðin og landslag við hana ægifagurt. Einnig höfum við kynnt tillögur okkar að forgangsröðun framkvæmda hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Sjá hér slóð á skýrsluna. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta og ágæti lesandi, bilið breikkar dag frá degi og í raun er neyðarástand á þjóðvegi 60 í gegnum Dali eins og undirritaður hefur marg ítrekað nefnt í ræðu og riti. Það er sóknarhugur í okkur í Dalabyggð, mannlífið er kröftugt og frumkvæði einstaklinga mikið samanber verkefnið DalaAuð sem úthlutað hefur styrkjum til frumkvæðisverkefna sem mörg hver eru komin á gott skrið. Einnig erum við í innviðaverkefnum á vegum sveitarfélagsins sem styrkja munu Dalabyggð sem búsetuvalkosts til framtíðar, sbr. uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal sem framkvæmdir eru að hefjast við og stefnt er að taka í notkun í ársbyrjun 2026. Svo það sé enn ítrekað þá er verk að vinna í vegamálum, ekki síst hvað viðhald varðar á landsbyggðinni. Ég hef minni áhyggjur af ákveðnum „gæluverkefnum“ í og við höfuðborgarsvæðið og bið ég áhugafólk um þau verkefni hér fyrir fram afsökunar á þeirri skoðun minni. Ég hvet alla sem að málaflokknum koma, og þá sérstaklega þá sem útdeila fjármagni og stjórna forgangsröðun, til að bretta upp ermar, hagsmunum landsbyggðar til heilla sem og til að auka umferðaröryggi því við hljótum að vilja og ætla að stöðva þá óheillaþróun sem orðið hefur í tíðni alvarlegra umferðarslysa sem mörg hver má rekja til skelfilegs ástands í vegamálum – aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun