Belgía vann leikinn 74-73 eftir að íslenska liðið hafði misst niður tólf stiga forskot í seinni hálfleiknum. Almar Orri skoraði nítján stig í leiknum og var stigahæstur í íslenska liðinu.
Ein tilþrif hans í leiknum vöktu mikla athygli og var mikið gert úr þeim á samfélagsmiðlum FIBA EuroBasket.
Hér erum við að tala um frábæra troðslu KR-ingsins sem keyrði fram hjá sínum varnarmanni eftir endalínunni og tróð síðan yfir félaga hans undir körfunni.
Það er ekki bara troðslan sem gerði körfuna svo eftirminnilega því það eru einnig viðbrögð tveggja stúlkna í stúkunni sem gerðu hana enn myndrænni og skemmtilegri.
Stelpurnar í stúkunni voru nefnilega alveg gapandi yfir troðslu Almars en hana má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sést ef þú flettir.