Gen og glæpir Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 11. júlí 2024 21:00 Uppeldi og ofbeldi eru andstæður - gen og glæpir eru háð aðstæðum Í íslensku samfélagi hefur verið aukin áhersla á að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Ein leið til að ná þessum markmiðum er að styrkja siðferðiskennd og samkennd ungmenna með aðferðum sem byggja á kenningu um aðstæðumótað atferli (Situational Action Theory, SAT) og skilningi á erfðauppeldi (epigenetics). Í þessari grein verður fjallað um hvernig þessar kenningar geta í sameiningu útskýrt hegðun og hvernig hægt er að nýta þessa þekkingu til að bæta forvarnir og inngrip í íslensku samfélagi. Aðstæðumótað atferli og erfðauppeldi Samkvæmt kenningunni um aðstæðumótað atferli (SAT) er glæpsamleg hegðun afleiðing af samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Kenningin leggur áherslu á að einstaklingar hafa mismunandi siðferðiskennd og tilfinningastjórn, sem mótar viðhorf þeirra til lögbrota. Þannig geta aðstæður ýmist skapað svigrúm fyrir glæpi eða verið til þess fallnar að hindra glæpi, og þurfa aðgerðir því að taka mið af bæði persónulegum og félagslegum þáttum. Með erfðauppeldi (epigenetics) er vísað til þess hvernig umhverfisáhrif geta haft áhrif á tjáningu gena án þess að breyta sjálfri DNA röðinni. Þessar breytingar á genatjáningu eru samt sem áður arfgengar þótt þær valdi ekki breytingum á erfðaefninu sjálfu. Tengsl á milli erfðauppeldis og SAT geta útskýrt hvernig umhverfisþættir og félagslegar aðstæður geta mótað hegðun einstaklinga í gegnum líffræðilega ferla. Tengsl SAT og erfðauppeldis SAT útskýrir hegðun út frá samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Erfðauppeldi útskýrir hvernig umhverfisáhrif, eins og streita í æsku, geta breytt genatjáningu, sem hefur áhrif á hegðun seinna meir. Erfðauppeldi útskýrir hvers vegna einstaklingar bregðast ólíkt við sömu félagslegu aðstæðum af líffræðilegum ástæðum, sem getur varpað ljósi á hvernig uppeldi, menntun og félagsleg áhrif breyta tjáningu gena sem tengjast siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Skilningur á erfðauppeldi og SAT getur þannig hjálpað til við að þróa aðferðir til að grípa inn og styrkja siðferðisþrek barna og ungmenna á áhrifaríkan hátt. Áhrif erfðauppeldis á tilfinningastjórnun og siðferðiskennd Rannsóknir hafa sýnt að streita og áföll í æsku breyta tjáningu gena sem hafa með streitu- og tilfinningastjórnun að gera, sem kann að gera einstaklinga útsettari fyrir neikvæðum félagslegum aðstæðum og auka líkurnar á andfélagslegri hegðun. Umhverfisáhrif á borð við uppeldi og menntun geta haft áhrif á tjáningu gena sem hafa með siðferðisleg viðhorf og ákvarðanatöku að gera. Börn sem alast upp í öruggu og styðjandi umhverfi geta þróað með sér sterkari siðferðiskennd, sem dregur úr líkum á glæpsamlegri hegðun. Hagnýting í forvörnum og inngripum Sérsniðin inngrip Með því að skilja erfðauppeldi getum við þróað sérsniðnar a sem taka mið af einstaklingsbundnum viðkvæmni fyrir umhverfisáhrifum. Þetta getur hjálpað til við að búa til markvissari og áhrifaríkari forvarnir. Heildræn nálgun Þegar rýnt er í kenninguna um aðstæðumótað atferli og erfðauppeldis saman er margt sem bendir til þess að heildræn nálgun sé nauðsynleg til að draga úr afbrotum ungmenna. Þetta felur í sér að taka tillit til bæði félagslegra og líffræðilegra þátta þegar þróaðar eru aðgerðir til að bæta siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Námsefni Mikilvægt er að innleiða námsefni sem leggur áherslu á siðferðislega ákvörðunartöku, siðferðisgildi og afleiðingar frávikshegðunar. Það hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að efla siðferðisþroska nemenda. Þetta myndi í sér reglulegar kennslustundir í siðfræði, þjálfun í að gera rétt (mögulega með sýndarveruleika) og kenna persónulega ábyrgð og tilfinninga- og streitustjórnun til að hjálpa þeim að stjórna tilfinningum sínum og leysa deilur friðsamlega. Slíkt stuðlar að bættri sjálfstjórn, minni árásargirni og aukinni félagslegri hæfni. Þá væri hægt að gera leiðbeiningarforrit þar sem eldri nemendur, kennarar og aðrir leiðbeina og styðja yngri nemendur, sem hafa þá alltaf jákvæðar fyrirmyndir, persónulegan siðferðislegan stuðning og félagslega tengingu. Auk framangreinds þarf tómstundastarf að vera áhugavert, þar sem fjölbreytt tómstundastarf stuðlar að teymisvinnu, virðingu og félagslegri tengingu. Dæmi um að bæta slíkt starf er aukin niðurgreiðsla í íþróttum og að hafa félagsmiðstöðvar inn í skyldunáminu, til að valda smitáhrifum yfir í að börn hagnýti slíkar miðstöðvar í frítíma sínum. Einnig mætti hafa samfélagsþjónustuverkefni inn í skyldunámi. Loks eru foreldrar mikilvægir samstarfsaðilar þegar kemur að því að stuðla að siðferðisþroska, og væri hægt að ætla þeim þátttöku í vinnustofum. Niðurstöður forrannsóknar í Cambridge Forrannsókn sem var framkvæmd í Cambridge, Bretlandi, sýndi fram á jákvæð áhrif inngripa sem byggja á SAT og sýndu þáttakendur framfarir í siðferðisþroska og tilfinningastjórn, urðu virkari í verkefnum og sýndu aukna samkennd og félagslega ábyrgð. Þetta benti til þess að slíkar aðgerðir gætu verið áhrifaríkar til að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Barnið sem varð að harðstjóra Í bókinni *Barnið sem varð að harðstjóra* eftir Boga Þór Arason er lýst uppvaxtarárum nokkurra af illræmdustu einræðisherrum 20. aldar og hvernig barnæska þeirra og uppeldi mótaði þá til að verða þeir harðstjórar sem þeir urðu. Þessi lýsing gefur okkur innsýn í hvernig umhverfi og uppeldi geta haft djúpstæð áhrif á genatjáningu og þar með hegðun einstaklinga, sem er í samræmi við nýjustu rannsóknir á sviði erfðauppeldis. Samkvæmt erfðauppeldisfræðum geta umhverfisáhrifhaft áhrif á genatjáningu án þess að breyta sjálfri DNA röðinni og þannig getur ákveðin hegðun í barnæsku haft langtímaáhrif á ákvarðanatöku einstaklinga en þetta samspil erfða og umhverfis er sérstaklega mikilvægt þegar við skoðum mótun siðferðiskenndar og tilfinningastjórnar, sem eru lykilþættir í forvörnum og inngripum þegar kemur að afbrotahegðun. Með því að setja dæmi úr bókinni í samhengi við erfðauppeldi og kenninguna um aðstæðumótað atferli, má leiða líkur að því að mikilvægt sé að grípa snemma inn í líf barna, til að koma í veg fyrir að þau þrói með sér hegðunarmynstur sem leitt getur til afbrotahegðunar. Það getur verið að skynsamlegt sé að þróa og hanna forvarnir og inngrip út frá skilningi á erfðauppeldi og kenningunni um aðstæðumótað atferli. Hið minnsta er hægt að samþætta skilning á erfðauppeldi við aðgerðir sem byggja á SAT og öðlast dýpri skilning á afbrotahegðun ungmenna og mótað viðmið í því skyni að stuðla að heilbrigðara og öruggara samfélagi. Með öflugri samvinnu fræðimanna, stjórnvalda og samfélagsins alls er hægt að bæta siðferðisþroska einstaklinga og skapa umhverfi sem dregur úr frávikshegðun og stuðlar að jákvæðri þróun. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Uppeldi og ofbeldi eru andstæður - gen og glæpir eru háð aðstæðum Í íslensku samfélagi hefur verið aukin áhersla á að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Ein leið til að ná þessum markmiðum er að styrkja siðferðiskennd og samkennd ungmenna með aðferðum sem byggja á kenningu um aðstæðumótað atferli (Situational Action Theory, SAT) og skilningi á erfðauppeldi (epigenetics). Í þessari grein verður fjallað um hvernig þessar kenningar geta í sameiningu útskýrt hegðun og hvernig hægt er að nýta þessa þekkingu til að bæta forvarnir og inngrip í íslensku samfélagi. Aðstæðumótað atferli og erfðauppeldi Samkvæmt kenningunni um aðstæðumótað atferli (SAT) er glæpsamleg hegðun afleiðing af samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Kenningin leggur áherslu á að einstaklingar hafa mismunandi siðferðiskennd og tilfinningastjórn, sem mótar viðhorf þeirra til lögbrota. Þannig geta aðstæður ýmist skapað svigrúm fyrir glæpi eða verið til þess fallnar að hindra glæpi, og þurfa aðgerðir því að taka mið af bæði persónulegum og félagslegum þáttum. Með erfðauppeldi (epigenetics) er vísað til þess hvernig umhverfisáhrif geta haft áhrif á tjáningu gena án þess að breyta sjálfri DNA röðinni. Þessar breytingar á genatjáningu eru samt sem áður arfgengar þótt þær valdi ekki breytingum á erfðaefninu sjálfu. Tengsl á milli erfðauppeldis og SAT geta útskýrt hvernig umhverfisþættir og félagslegar aðstæður geta mótað hegðun einstaklinga í gegnum líffræðilega ferla. Tengsl SAT og erfðauppeldis SAT útskýrir hegðun út frá samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Erfðauppeldi útskýrir hvernig umhverfisáhrif, eins og streita í æsku, geta breytt genatjáningu, sem hefur áhrif á hegðun seinna meir. Erfðauppeldi útskýrir hvers vegna einstaklingar bregðast ólíkt við sömu félagslegu aðstæðum af líffræðilegum ástæðum, sem getur varpað ljósi á hvernig uppeldi, menntun og félagsleg áhrif breyta tjáningu gena sem tengjast siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Skilningur á erfðauppeldi og SAT getur þannig hjálpað til við að þróa aðferðir til að grípa inn og styrkja siðferðisþrek barna og ungmenna á áhrifaríkan hátt. Áhrif erfðauppeldis á tilfinningastjórnun og siðferðiskennd Rannsóknir hafa sýnt að streita og áföll í æsku breyta tjáningu gena sem hafa með streitu- og tilfinningastjórnun að gera, sem kann að gera einstaklinga útsettari fyrir neikvæðum félagslegum aðstæðum og auka líkurnar á andfélagslegri hegðun. Umhverfisáhrif á borð við uppeldi og menntun geta haft áhrif á tjáningu gena sem hafa með siðferðisleg viðhorf og ákvarðanatöku að gera. Börn sem alast upp í öruggu og styðjandi umhverfi geta þróað með sér sterkari siðferðiskennd, sem dregur úr líkum á glæpsamlegri hegðun. Hagnýting í forvörnum og inngripum Sérsniðin inngrip Með því að skilja erfðauppeldi getum við þróað sérsniðnar a sem taka mið af einstaklingsbundnum viðkvæmni fyrir umhverfisáhrifum. Þetta getur hjálpað til við að búa til markvissari og áhrifaríkari forvarnir. Heildræn nálgun Þegar rýnt er í kenninguna um aðstæðumótað atferli og erfðauppeldis saman er margt sem bendir til þess að heildræn nálgun sé nauðsynleg til að draga úr afbrotum ungmenna. Þetta felur í sér að taka tillit til bæði félagslegra og líffræðilegra þátta þegar þróaðar eru aðgerðir til að bæta siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Námsefni Mikilvægt er að innleiða námsefni sem leggur áherslu á siðferðislega ákvörðunartöku, siðferðisgildi og afleiðingar frávikshegðunar. Það hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að efla siðferðisþroska nemenda. Þetta myndi í sér reglulegar kennslustundir í siðfræði, þjálfun í að gera rétt (mögulega með sýndarveruleika) og kenna persónulega ábyrgð og tilfinninga- og streitustjórnun til að hjálpa þeim að stjórna tilfinningum sínum og leysa deilur friðsamlega. Slíkt stuðlar að bættri sjálfstjórn, minni árásargirni og aukinni félagslegri hæfni. Þá væri hægt að gera leiðbeiningarforrit þar sem eldri nemendur, kennarar og aðrir leiðbeina og styðja yngri nemendur, sem hafa þá alltaf jákvæðar fyrirmyndir, persónulegan siðferðislegan stuðning og félagslega tengingu. Auk framangreinds þarf tómstundastarf að vera áhugavert, þar sem fjölbreytt tómstundastarf stuðlar að teymisvinnu, virðingu og félagslegri tengingu. Dæmi um að bæta slíkt starf er aukin niðurgreiðsla í íþróttum og að hafa félagsmiðstöðvar inn í skyldunáminu, til að valda smitáhrifum yfir í að börn hagnýti slíkar miðstöðvar í frítíma sínum. Einnig mætti hafa samfélagsþjónustuverkefni inn í skyldunámi. Loks eru foreldrar mikilvægir samstarfsaðilar þegar kemur að því að stuðla að siðferðisþroska, og væri hægt að ætla þeim þátttöku í vinnustofum. Niðurstöður forrannsóknar í Cambridge Forrannsókn sem var framkvæmd í Cambridge, Bretlandi, sýndi fram á jákvæð áhrif inngripa sem byggja á SAT og sýndu þáttakendur framfarir í siðferðisþroska og tilfinningastjórn, urðu virkari í verkefnum og sýndu aukna samkennd og félagslega ábyrgð. Þetta benti til þess að slíkar aðgerðir gætu verið áhrifaríkar til að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Barnið sem varð að harðstjóra Í bókinni *Barnið sem varð að harðstjóra* eftir Boga Þór Arason er lýst uppvaxtarárum nokkurra af illræmdustu einræðisherrum 20. aldar og hvernig barnæska þeirra og uppeldi mótaði þá til að verða þeir harðstjórar sem þeir urðu. Þessi lýsing gefur okkur innsýn í hvernig umhverfi og uppeldi geta haft djúpstæð áhrif á genatjáningu og þar með hegðun einstaklinga, sem er í samræmi við nýjustu rannsóknir á sviði erfðauppeldis. Samkvæmt erfðauppeldisfræðum geta umhverfisáhrifhaft áhrif á genatjáningu án þess að breyta sjálfri DNA röðinni og þannig getur ákveðin hegðun í barnæsku haft langtímaáhrif á ákvarðanatöku einstaklinga en þetta samspil erfða og umhverfis er sérstaklega mikilvægt þegar við skoðum mótun siðferðiskenndar og tilfinningastjórnar, sem eru lykilþættir í forvörnum og inngripum þegar kemur að afbrotahegðun. Með því að setja dæmi úr bókinni í samhengi við erfðauppeldi og kenninguna um aðstæðumótað atferli, má leiða líkur að því að mikilvægt sé að grípa snemma inn í líf barna, til að koma í veg fyrir að þau þrói með sér hegðunarmynstur sem leitt getur til afbrotahegðunar. Það getur verið að skynsamlegt sé að þróa og hanna forvarnir og inngrip út frá skilningi á erfðauppeldi og kenningunni um aðstæðumótað atferli. Hið minnsta er hægt að samþætta skilning á erfðauppeldi við aðgerðir sem byggja á SAT og öðlast dýpri skilning á afbrotahegðun ungmenna og mótað viðmið í því skyni að stuðla að heilbrigðara og öruggara samfélagi. Með öflugri samvinnu fræðimanna, stjórnvalda og samfélagsins alls er hægt að bæta siðferðisþroska einstaklinga og skapa umhverfi sem dregur úr frávikshegðun og stuðlar að jákvæðri þróun. Höfundur er lögfræðingur
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar