„Komin upp í þak“ í verðlagningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 22:15 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, eða SAF. Vísir/Einar Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. Gistinætur á hótelum í maí voru 385.800, og fækkaði um7,1 prósent miðað við maí á síðasta ári. Hlutfallslega var samdrátturinn mestur á Austurlandi, og Suðurnesjum, en dróst saman í öllum landshlutum, þar af um 5,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Gistinóttum erlendra gesta fækkaði í heildina um 9,2 prósent, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fjölgaði um tvö prósent. Brottfarir erlendra farþega frá íslandi í júní voru 212 þúsund á þessu ári, en 233 þúsund í fyrra. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta hafa verið í uppsiglingu frá áramótum. „Að eftirspurnin væri að gefa eftir, og inn í sumarið. Maður var auðvitað að vona að það myndi aðeins pikka upp þegar nær drægi sumri, en það hefur í raun ekki gerst,“ segir formaðurinn Pétur Óskarsson. Staðan reyni ekki aðeins á ferðaþjónustufyrirtækin sjálf. „Sérstaklega mun þetta reyna síðan á ríkissjóð og opinberu kerfin okkar sem treysta á tekjur af ferðaþjónustunni.“ Verðlagt upp í topp Samkeppnishæfni Íslands spili stóran þátt í þróuninni. „Hér er mikil verðbólga. Ísland er mjög dýrt. Það eru há laun, það eru háir skattar. Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna um áramótin, gistináttaskattur. Við erum komin upp í þakið hvað varðar verðlagningu.“ Ísland sé að verða undir í samkeppni við lönd á borð við Noreg og Finnland. Efla þurfi neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem vörumerki í heild. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði ákveðið til nokkurra ára. Markaðssetning er langhlaup og miklu betra að gera það en að fara í einstaka átök þegar illa árar.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Verðlag Tengdar fréttir Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53 Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Gistinætur á hótelum í maí voru 385.800, og fækkaði um7,1 prósent miðað við maí á síðasta ári. Hlutfallslega var samdrátturinn mestur á Austurlandi, og Suðurnesjum, en dróst saman í öllum landshlutum, þar af um 5,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Gistinóttum erlendra gesta fækkaði í heildina um 9,2 prósent, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fjölgaði um tvö prósent. Brottfarir erlendra farþega frá íslandi í júní voru 212 þúsund á þessu ári, en 233 þúsund í fyrra. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta hafa verið í uppsiglingu frá áramótum. „Að eftirspurnin væri að gefa eftir, og inn í sumarið. Maður var auðvitað að vona að það myndi aðeins pikka upp þegar nær drægi sumri, en það hefur í raun ekki gerst,“ segir formaðurinn Pétur Óskarsson. Staðan reyni ekki aðeins á ferðaþjónustufyrirtækin sjálf. „Sérstaklega mun þetta reyna síðan á ríkissjóð og opinberu kerfin okkar sem treysta á tekjur af ferðaþjónustunni.“ Verðlagt upp í topp Samkeppnishæfni Íslands spili stóran þátt í þróuninni. „Hér er mikil verðbólga. Ísland er mjög dýrt. Það eru há laun, það eru háir skattar. Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna um áramótin, gistináttaskattur. Við erum komin upp í þakið hvað varðar verðlagningu.“ Ísland sé að verða undir í samkeppni við lönd á borð við Noreg og Finnland. Efla þurfi neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem vörumerki í heild. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði ákveðið til nokkurra ára. Markaðssetning er langhlaup og miklu betra að gera það en að fara í einstaka átök þegar illa árar.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Verðlag Tengdar fréttir Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53 Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. 8. júlí 2024 18:53
Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. 8. júlí 2024 17:24
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent