Viðskipti innlent

Spá aukinni verð­bólgu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sumarútsölur verða til minnkunar verðbólgu.
Sumarútsölur verða til minnkunar verðbólgu. vísir/vilhelm

Hægfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga muni verða 5,9 prósent í júlí. 

Þannig er því spáð að verðbólka aukist lítillega, úr 5,8 prósentum í 5,9. 

„Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september,“ segir í tilkynningu deildarinnar. 

Hins vegar er því spáð að verðbólga hjaðni í 5,4 prósent í október.

Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent.

Miðað við þessa spá má telja tvísýnt um að Seðlabankinn lækki meginvexti sína á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 21. ágúst, sem þá hafa verið óbreyttir í 9,25 prósentum frá því í ágúst í fyrra.


Tengdar fréttir

Verðbólga nú 5,8 prósent

Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×